Starfsemin

Sjálfsbjörg á Suðurnesjum - Sagan

Árið 1962 var stofnað Sjálfsbjargarfélag á Suðurnesjum. Stofnfélagar voru 22 og styrktarfélagar sjö. Fyrsti formaðurinn var kjörinn Ágúst Jóhannesson. Friðrik Ársæll Magnússon var lengi formaður félagsins á fyrri árum þess. Félagið hafði aðalaðsetur í Keflavík. Þegar hópur norskra félaga í systurfélagi Sjálfsbjargar komu til Íslands sumarið 1979 heimsóttu þeir meðal annars Suðurnesin.

Á árinu 1974 tók Sjálfsbjörg í Keflavík þátt í sýningu á vegum 25 ára afmælis kaupstaðarins og kynnti starfsemi sína þar.

Í apríl 1995 festi félagið kaup á 350 fermetra húsnæði af Sparisjóði Keflavíkur, svokölluð ,,Landshafnarhúsi” sem stendur nálægt höfninni og fékk það á góðu verði. Kveikjan að því var að félagið fékk arf eftir einn félaga sinn, Gísla Gíslason.

Formaður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum á 50 ára afmælisári landssambandsins 2009 sem og á 60 ára afmælisárinu 2019 gengdi Hafdís B. Hilmarsdóttir embætti formanns félagsins.