Sjúkratryggingar Íslands / Hjálpartækjamiðstöð

Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga auk þess sem stofnunin semur um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.

Á Ísland.is má finna allar upplýsingar um þjónustugáttir Sjúkratrygginga. Þar má nálgast bréf og skjöl frá stofnuninni. Þar má einnig nálgast svör við erindum sem send eru til stofnunarinnar.

Símaþjónusta Sjúkratrygginga er nú með breyttu sniði. Starfsemi Þjónustumiðstöðvar hefur verið efld á þann veg að þar fer fram afgreiðsla þeirra erinda sem berast. Sé þörf á sambandi við sérfræðinga fageininga þá er erindum beint þangað með tölvupósti. Með þessari breytingu er markmið Sjúkratrygginga að hækka þjónustustig stofnunarinnar og minnka biðtíma.

Þá er einnig hægt að nýta sér svör við mörgum fyrirspurnum með hjálp snjallmennis sem til hægri á heimasíðunni.

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands (HTM)  annast afgreiðslu á umsóknum um hjálpartæki og sér um endurnýtingu tækjanna. 

Hjálpartækjamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu: Er til  húsa að  Vínlandsleið 16, (Grafarholti) 113 Reykjavík. 

Afgreiðslutími:  

Mánudaga - fimmtudaga: 10:00 - 15:00

Föstudaga: 08:00 - 13:00

Hjálpartækjamiðstöðin á landsbyggðinni:

Á Kristnesspítala í Eyjafirði er staðsett útibú Hjálpartækjamiðstöðvar þar sem hægt er að fá aðstoð við val og umsókn um hjálpartæki.

Á vefsíðu Sjúkratrygginga á Ísland.is má finna upplýsingar um viðgerðaþjónustu fyrir hjálpartæki á landsbyggðinni.

Heilbrigðisþjónusta og greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í niðurgreiðslu á ýmsum hjálpartækjum og þjónustu fyrir fólk með fötlun og þeirra sem eru sjúkratryggðir. Stofnunin tekur þátt í að niðurgreiðslu eftirfarandi þjónustu og réttinda:

  • Hjálpartæki og næring
  • Sérgreinalæknar og læknisþjónusta
  • Sálfræðiþjónusta
  • Sjúkradagpeningar
  • Tannlækningar
  • Réttindi milli landa

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um niðurgreiðsluna á Ísland.is

Ferðakostnaður

Einstaklingar með hreyfihamlanir og aðrar fatlanir geta átt rétt á þátttöku í niðurgreiðslu ferðakostnaðar þegar nauðsynlegt getur verið að ferðast til að sækja heilbrigðisþjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Þá er einnig hægt að fá þáttöku í niðurgreiðslu vegna dvalar á sjúkrahóteli. Hægt er að lesa um það á Ísland.is

Einstaklingar sem eru með lögheimili fjarri borginni og á eyjum eiga einnig rétt á Loftbrú sem veitir afslátt af fargjaldi til borgarinnar.

Þjálfun - niðurgreiðsla

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í niðurgreiðslu þjálfunnar fyrir einstaklinga með fötlun, sem og þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi. Þjálfun sem er niðurgreidd er:

  • Sjúkraþjálfun
  • Iðjuþjálfun
  • Talþjálfun

Hægt er að lesa nánar um það á Ísland.is

Niðurgreiðsla lyfjakostnaðar

Greiðsluþátttökukerfið vegna lyfjakaupa byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Nánari upplýsingar um það er að finna á Ísland.is

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið frá viðkomandi stofnunum.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér