Hagnýt ráð fyrir unglinga og ungmenni

Að byrja í framhaldsskóla

Að byrja í framhaldsskóla er stórt skref fyrir flesta. Undir liðnum ,,Skólakerfið" hér á síðunni er að finna upplýsingar um aðgengi í framhaldsskólum á Íslandi. Að auki hvetjum við fólk til að kynna sér náms- og starfsráðgjöf í skólunum þar sem hægt er að sækja um eða fá nánari upplýsingar um sértæk úrræði og aðstoð innan skólanna.

Rafbækur

Þegar skyldunámi lýkur eru nemendur í flestum tilfellum ábyrgir fyrir því að kaupa skólabækur sjálfir. Fyrir þá sem nýta upplýsingatæknina sér til aðstoðar í námi getur verið gott að nýta skólabækur á rafrænu formi. Þær er meðal annars hægt að fá á eftirfarandi stöðum:

Bóksala stúdenta

Amazon

Forlagið

Storytell

IÐNÚ

Ungmennahús

Víða um starfrækja sveitafélög svokölluð Ungmennahús sem hafa það að markmiði að bæta menningu og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hittast. Þar er einnig í boði ýmsikonar þjónusta fagfólks á borð við félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Víða er einnig í boði sértæk þjónusta fyrir ungt fólk með fötlun. Upplýsingar um ungmennahúsin má finna á heimasíðum sveitafélaganna.

Velferðartækni

Í víðtækri merkingu er hugtakið velferðartækni samheiti yfir fjölmargar tæknitengdar lausnir sem hjálpa til við að viðhalda og þróa þjónustu velferðarsamfélagsins. Það getur verið allt frá því að nota heyrnartæki yfir í myndsímtöl. Fyrir ungmenni með hreyfihamlanir getur eftirfarandi tækni nýst vel til að stuðla að sjálfstæði:

  • Snjallsímar - Iphone
  • ryksugu- og skúringavélmenni
  • Snjallúr - Apple eða Samsung Watch
  • Augnstýrðar tölvur.
  • Spjaldtölvur.

Mörg sveitafélög bjóða upp á styrki til námsgjalda- og námsgagnakaupa. Upplýsingar um slíka styrki er hægt að fá hjá félagsþjónustum sveitafélaga. Tölvur og hjálpartæki til náms má kaupa fyrir þá styrki.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér