Íþróttafélög
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er eitt af 33 sérsamböndum ÍSÍ. ÍF er til húsa í Íþróttamiðstöðinni Laugardal í Reykjavík. Hlutverk sambandsins eru margs konar og má þar nefna t.d. að hafa yfirumsjón með íþróttagreinum sem fatlað fólk á Íslandi stundar, að annast fræðslustarf og vera fulltrúi Íslands varðandi erlend samskipti er tengjast íþróttamálum fatlaðs fólks . Sjá nánar á vefsíðu Íþróttasambands fatlaðra
Íþróttagreinarnar sem ÍFR hefur umsjón með eru boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsar íþróttir, knattspyrna, lyftingar, hjólastólakörfubolta og sund. Auk þess rekur ÍFR íþróttaskóla. Flestar íþróttagreinarnar eru stundaðar Í Íþróttahúsi ÍFR við Hátún 14 í Reykjavík fyrir utan frjálsar íþróttir sem eru stundaðar í Laugardalshöllinni og sund sem er æft í Laugardalslauginni við Laugardal. Sjá nánar á vefsíðu ÍFR.
Íþróttafélagið Nes býður upp á íþróttagreinarnar boccia, fótbolta, frjálsar íþróttir, sund og lyftingar. Æfingar fara fram í Akurskóla, Vatnaveröld, Heiðarskóla, Reykjaneshöll og Íþróttahúsinu v/Sunnubraut. Sjá nánar á facebooksíðu Ness .
Íþróttafélagið Ösp í Reykjavík býður upp á íþróttagreinarnar boccia, fótbolta, keilu, frjálsar íþróttir, listhlaup, lyftingar, sund og fimleikar. Íþróttagreinarnar eru stundaðar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Sjá nánar á vefsíðu Asparinnar.
Íþróttafélagið Fjörður býður upp á íþróttagreinarnar boccia og sund. Íþróttagreinar hjá Firði eru stundaðar við Haukaheimilið og í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Sjá nánar á vefsíðu Fjarðar.
Íþróttagreinarnar sem Ægir býður uppá eru boccia og fótbolti. Sjá nánar á vefsíðu Ægis .
Íþróttafélagið Ívar býður upp á íþróttagreinarnar boccia og sund. Sundið er stundað í sundhöll Ísafjarðar.
Sjá nánar á vefsíðu Ívars
Sundfélagið Óðinn býður uppá sund. Sundið er stundað í Akureyrarlaug. Sjá nánar á vefsíðu Óðins
Akur býður upp á æfingar í boccia, borðtennis, dansi, bogfimi, frjálsum íþróttum sem og vetraríþróttum. Sjá nánar á vefsíðu Akurs .
Íþróttafélagið Völsungur býður eingöngu uppá boccia. Sjá nánar á vefsíðu Völsungs
Golfið er stundað víðsvegar um landið. Sjá nánar á Facebook-síðu Golfsamtakanna
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér