Hér höfum við tekið saman kvikmyndir um einstaklinga með hreyfihömlun sem geta gefið innsýn inn í hvernig daglegt líf þeirra er.
The Remarkable Life of Ibelin er kvikmynd um Mats Steen sem fæddist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og lést úr honum 25 ára gamall. Síðustu árin dvaldi hann að mestu innan veggja heimilis síns vegna sjúkdómsins. Hann spilaði tölvuleikinn World of Warcraft þar sem hann hafði búið sér til persónuna Ibelin og þar eignaðist hann marga vini og félaga. Hann var sterkur persónuleiki sem segja má að hafi haft allt sem Mats hafði misst. Án þess að foreldrar hans vissu var hann vinsæll í heimi tölvuleiksins sem kom í ljós þegar hann lést. Þessi mynd gefur hugmynd um hvernig netvinátta virkar og áhrif tækninnar á félagslíf fólks.
Philippe er franskur auðmaður sem slasast illa í fallhlífarsvifi og lamast við það fyrir neðan háls. Þetta verður honum að sjálfsögðu mikið áfall ekki síst vegna þess hversu lífsglaður útivistarmaður hann var fyrir slysið. Þegar Philippe er ásamt aðstoðarkonu sinni að ráða einhvern til að annast sig sækir um starfið ungur maður, Driss, en hann er með heldur vafasaman feril að baki. Driss sjálfum til mestrar furðu ræður Philippe hann þrátt fyrir að ljóst sé að fagleg þekking hans á umönnun fatlaðra er engin. En Philippe hefur sínar ástæður fyrir því að honum leist best á þann sem engan séns átti í starfið. Það á síðan eftir að koma í ljós að innsæi hans var rétt og smám saman myndast á milli þessara ólíku manna einstök vinátta sem verður báðum til góðs.
Cystic Fibrosis er meðfæddur arfgengur sjúkdómur. Sjúkdómseinkenni stafa af því að útkirtlar, sem eru meðal annars svitakirtlar, slímkirtlar öndunarfæranna og briskirtillinn sem framleiðir meltingarhvata, starfa ekki eðlilega. Einkenni eru mismunandi eftir einstaklingum, en þau koma fyrst og fremst fram í lungum og/eða meltingarfærum. Af því leiðir að einstaklinga með sjúkdóminn eru útsettari fyrir veikindum og með lélegra ónæmiskerfi en venjan er. Það er því erfitt fyrir þessa einstaklinga að vera saman og verða þeir að halda fjarlægð. Í þessari mynd er fjallað um þær erfiðu aðstæður sem skapast þegar tvær manneskjur með sjúkdóminn verða ástfangnar.
Myndin fjallar um ungan mann Leo sem hættir með kærustu sinni. Þegar hann er á leið að hitta hana í síðasta skiptið lendir hann í slysi. Í kjölfar slysins býr hann við líkamlega fötlun sem hefur áhrif á allt líf hans. Í myndinni er fjallað um þá erfiðu stöðu sem hann er í, þegar kemur að sambandi þeirra í kjölfar slyssins.
Melody Brooks er 11 ára stúlka með Cerebral palsy sem notar hjólastól auk þess að búa við málörðugleika. Hún lætur það þó ekki stoppa sig og notast við tjáskiptatækni (e. assistive technology). Hún byrjar skólagöngu sína í sérdeild en fljótlega kemur í ljós að hún er góður námsmaður og er flutt í almennan skóla. Í myndinni er sýnt frá þeim áskorunum sem hún stendur frammi fyrir í almennum skóla, þar sem hún þarf að aðlagast nýju umhverfi og fá það til að hlusta á sig.
Stuart: The Day My Life Changed er heimildarmynd frá árinu 2010 um Stuart Mangan. Þar er sagt frá því hvernig líf hans breyttist þegar hann lenti í slysi við að spila Rugby. Í myndinni er fjallað um það ferli sem fer í gang þegar hann útskrifast af endurhæfingamiðstöð og flytur á eigið heimili. Myndin sýnir á áhrifaríkan hátt hvernig samfélagið tekur á móti honum og hvernig hann þróar eigið sjálfstæði.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér