Hreyfihamlaðir á samfélagsmiðlum

Hér höfum við tekið saman upplýsingar um hreyfihamlaða einstaklinga á samfélagsmiðlum, sem geta gefið innsýn inn í daglegt líf þeirra og störf.

Shane Burcaw

Shane Burcaw er bandarískur rithöfundur sem fæddist með Spinal Muscular Atrophy. Hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir málefnum fatlaðra og þá sérstaklega þegar kemur að fjölskyldulífi. Hann er með um 16800 fylgjendur á samfélagsmiðlum auk þess að halda úti rás á Youtbe og að hafa skrifað nokkrar bækur um upplifun sína á því að notast við hjólastól. Squirmy and Grubs er heitið á Youtube-rásinni sem hann og kona hans halda úti.

Alex Dacy

Alex Dacy er bandarísk, einstæð móðir, áhrifavaldur og bloggari sem notar hjólastól. Hún hefur mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún heldur úti rásum á TikTok og Youtube auk þess að vera virk á Instagram undir nafninu wheelchair_rapunzel. Hún sýnir þar frá lífi sínu og hvernig hún tekst á við ýmsar áskoranir í daglegu lífi.

wheelchair_rapunzel á TikTok

wheelchair_rapunzel á Instagram

wheelchair_rapunzel á Youtube

Katrín Björk

Katrín Björk Guðjónsdóttir ung er kona með hreyfihömlun. Árið 2014 fékk hún sína fyrstu heilablæðingu og orsökin er séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. Hún hefur síðan fengið nokkur áföll. Hún er virk á samfélagsmiðlum auk þess að halda úti bloggsíðu þar sem hún segir frá endurhæfingu sinni og listsköpun. Hún málar myndir með alkahólbleki og fleiri aðferðum.

Bloggsíða Katrínar

Katrín Björk á Instagram

Nikki Walsh

Nikki Walsh er einkaþjálfari og áhrifavaldur sem notar hjólastól. Á Instagram-síðu sinni sýnir hún á einfaldan hátt hvernig hægt er að aðlaga æfingar í líkamsrækt að fólki sem notar hjólastól auk þess að gefa ýmis hagnýt ráð:

Nikki Walsh á Instagram

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér