Hér má nálgast upplýsingar um aðgengilegar gönguleiðir, útivistarsvæði og veiðistaði víða um land.
Hvernig er gönguleiðin?
Á vefsíðunni gönguleiðir.is er búið að safna saman upplýsingum um ýmsar gönguleiðir um land allt. Á síðunni er hægt að lesa sér til um hverja gönguleið fyrir sig, s.s erfiðleikastig, lengd o.fl. ásamt því að skoða myndir.
"Að brúka bekki" er verkefni með það markmið að fjölga almenningsbekkjum í bæjarfélögum landsins, til þess að auðvelda öllum að stunda hreyfingu og er fólk hvatt til að ýta á eigin sveitarfélag að taka þátt í þessu þarfa verkefni og setja sér að setja einhverja almenningsbekkjum í bæjarfélaginu til að auðvelda hreyfihömluðu fólki , yngri sem eldri, að fara í léttar gönguferðir í nærumhverfinu. Á vefsíðu Félags íslenskra sjúkraþjálfara er búið að safna saman yfirlitskortum frá ýmsum stöðum þar sem búið er að merkja inn á myndir gönguleiðir og hvar bekki er að finna.
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu á sumarhús við Elliðavatn sem ber heitið Kriki. Skuldlausir Sjálfsbjargarfélagar mega veiða í landi Krika í Elliðavatni og/eða koma með bát og sigla um vatnið. Þannig er unnt að veiða frá bryggju sem er stutt frá húsinu (steinbryggjunni - hin er notuð til að komast í bátana þegar fæst aðstoð til að sigla á vatninu). Kriki er er með góða inniaðstöðu og þegar húsið er opið eru seldar þar veitingar, kaffi, meðlæti, gos og ís, Þá er einnig góður pallur er snýr í suður og þar er setið þegar vel viðrar. Kriki er opinn eftir hádegi í júní, júlí og ágúst. Skoðið frekari upplýsingar á facebook-síðu (Opnast í nýjum vafraglugga) Krika.
Fjögur merkt stæði eru fyrir fatlaða við Ylströndina. Hjólastólaaðgengi er frá bílastæðum og inn í þjónustuhúsið á Ylströndinni. Salerni fyrir fatlaða eru í báðum búningsklefum og aðgengi inn í sturtur.
Athugið að ekki er rampur til þess að hjólastólar komist niður á strönd og það er hvorki hjólastólaaðengi inn í gufu né sérstakur búnaður til að komast ofan í pott.
Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Þar er að finna margskonar afþreyingu og meðal annars hjólastólarólu. Nánari upplýsingar má einnig fá á heimasíðu Halló Akureyri
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér