Önnur hagsmunasamtök

Önnur hagsmunasamtök

Beinvernd

Háholti 14 | 270 Mosfellsbæ | 897 3119 | beinvernd@beinvernd.is | Vefsíða Beinverndar

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns  auk tveggja varamanna.  

Beinþéttni hjólastólanotenda - að sporna við beinþynningu

Fyrirlestur og fræðsla sem Halldóra Björnsdóttir flutti hjá Þekkingarmiðstöðinni 18. oktbóber 2016 í tilefni af Beinverndadeginum. Hér má kynna sér glærur með gagnlegum upplýsingum frá fyrirlestrinum

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Skúlagötu 19 | 101 Reykjavík | 414 9999 | fib@fib.is | Vefsíða FÍB

Tilgangur félagsins er að sameina bifreiðaeigendur á Íslandi. Einnig að efla umferðaröryggi, umferðarmenningu og gæta hagsmuna bifreiðaeigenda. Í lögum FÍB kemur fram að félagið skuli vera neytendasamtök bifreiðaeigenda og reka hagnýta ráðgjöf fyrir félagsmenn sína.  Ennfremur að félagið skuli veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsögn í öllum erindum er varða ökutæki og umferðarmálefni.

Hagsmunasamtök heimilanna

Ármúla 5 | 105 Reykjavík | heimilin@heimilin.is | Vefsíða Hagsmunasamtaka heimilanna

Markmið samtakanna er að beita sér fyrir lagabreytingum og /-eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Heimili og skóli – Landssamtök foreldra

Suðurlandsbraut 24, 2. hæð | 108 Reykjavík | 516 0100| heimiliogskoli(hjá)heimiliogskoli.is | Vefsíða Heimili og skóla

Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis/-og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Þúsundir foreldra eru félagar í Heimili og skóla og með stuðningi þeirra hefur tekist að byggja upp þjónustu við foreldra og félög þeirra.

Hjartavernd

Holtasmára 1 | 201 Kópavogi | 535 1800 | afgreidsla@hjarta.is | Vefsíða Hjartaverndar

Hjartavernd, landssamtök voru stofnuð árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína þremur árum síðar eða árið 1967 með víðtækri faraldsfræðilegri rannsókn þar sem áhersla var lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal Íslendinga.

Hugarafl

Lágmúla 9 | 108 Reykjavík | 414 1550 | hugarafl@hugarafl.is | Vefsíða Hugarafls

Samtökin Hugarafl voru stofnuð í júní 2003 af notendum í bata, sem átt hafa við geðræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum.

Krabbameinsfélagið

Skógarhlíð 8 | 105 Reykjavík | 540 1900 | krabb@krabb.is | Vefsíða Krabbameinsfélagsins

Á Leitarstöðinni eru gerðar legháls- og brjóstaskoðanir; mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 8:00 til kl.15:30. Tímapantanir á vef í síma 540 1919 og á netinu. Hægt er að senda fyrirspurnir á leitarst@krabb.is

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Þar fær fólk sérhæfða endurhæfingu- og stuðning. Fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fær fólk stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. 

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins má finna um land.

Landssamtökin Þroskahjálp

Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík | 588 9390 | throskahjalp@throskahjalp.is | Vefsíða Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð haustið 1976 í því skyni að sameina þau félög, sem vinna að málefnum fatlaðra, með það að markmiði að tryggja þeim fullt jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Aðildarfélög Þroskahjálpar eru 22 talsins og eru þau foreldra- og styrktarfélög, svo og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlaða.

Samtökin 78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

Suðurgata 3| 101 Reykjavík|Sími 552-7878 | Netfang: skrifstofa(hja)samtokin78.is  | Vefsíða Samtakanna 78

Samtökin 78 eru hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transgender fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.

Alþjóðasamtök fatlaðs fólks - vefsíður


Norræn samtök hreyfihamlaðra

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi samtaka

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér