Asía

Nú orðið er best að " googla " viðkomustaðinn, því það er orðið mikið magn af upplýsingum á netinu um ferðalög hreyfihamlaðs/fatlaðs fólks, ferðamöguleikum þess, reynslusögum fólks, og upplýsingum um aðgengismál í viðkomandi landi eða borg. Ef fara á t.d. til Bankok í Tælandi notið leitarorðin "access for disabled in Bankok" og gífurlegt magn upplýsinga koma upp.

Asíulöndin eru með afar ólík aðgengismál og er aðgengið einna best í stærstu borgunum sem hafa verið að byggjast upp síðasta áratuginn, en utan stóru borganna er aðgengi almennt ekki gott. Því er mjög mikilvægt að kynna sér viðkomustaðina vel fyrirfram og leita einstaklinga sem hafa farið á viðkomandi stað áður og getur deilt upplýsingum.

Við biðjum ferðalanga að senda okkur línu um reynslu sína í ferðalögum í Asíu. Veist þú hvar gott er að fá bílaleigubíl sem hentar hreyfihömluðum, aðgengilegt hótel eða skoðunarferðir sem henta fólki sem getur ekki gengið lengi í einu?

Thailand

Reynsla ferðalanga

Hua Hin:

Hjólastólanotandi í rafknúnum stól mælti með Coconut Grove, sex manna húsi í Hua Hin í Thailandi, sem er við strönd ekki svo langt frá Bangkok og er sérhannað með hjólastóla í huga. Húsnæðinu fylgir húshjálp, sundlaug og loftkæling. Tengill á vefsíðu um Coconut Grove. Þess má geta að þar kemur fram að þeir eiga líka hús í Hollandi, Frakklandi og Ungverjalandi. Hægt er að skoða myndband af húsinu. Umsjónarmenn hússins voru mjög hjálplegir við undirbúning ferðarinnar. Þeir geta séð um að ráða aðstoðarfólk ef þörf er á.  Þeir bjóða upp á bíl, sem getur tekið tvo rafmagnshjólastóla ásamt öðrum farþegum, til að sækja farþega frá flugvelli. Einnig bjóða þeir upp á ferðir í nágrenni Hua Hin eftir áhuga. Upplýsingar um ferðirnar sem þau bjóða upp á frá Hua Hin.
Hægt er að fá aðgang að hinum ýmsu hjálpartækjum án endurgjalds en það þarf að taka það fram á pöntuninni hvaða hjálpartæki maður vill fá. Hægt er að skoða hvaða hjálpartæki eru í boði.
Það var tvennt sem hjólastólanotandinn ráðlagði, annars vegar það að á sumum stöðum í Thailandi getur verið kalt á nóttunni og yfirleitt eru lök í boði til að sofa með, þannig að það gæti reynst vel að koma með teppi með sér. Einnig að erfitt er að komast um á gangstéttum fyrir auglýsingaskiltum, svo hann fór á rafknúna hjólastólnum út á götu og þar var tekið tillit til hans, alveg eins og til mótorhjóla.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér